Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. júní 2022 17:20
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Einherji þurfti að hafa mikið fyrir fyrsta sigrinum
Einherji náði í mikilvæg þrjú stig í dag
Einherji náði í mikilvæg þrjú stig í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KÁ 1 - 2 Einherji
0-1 Borghildur Arnarsdóttir ('80 )
1-1 Kristín Inga Vigfúsdóttir ('87 )
1-2 Bernadett Viktoria Szeles ('90 )

Einherji vann fyrsta leik sinn í 2. deild kvenna í dag eftir dramatískar lokamínútur í 2-1 sigri á KÁ á Ásvöllum.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleiknum en fyrsta mark dagsins kom ekki fyrr en tíu mínútum fyrir leikslok og var það Borgildur Arnarsdóttir sem gerði það fyrir gestina.

Kristín Inga Vigfúsdóttir jafnaði metin sjö mínútum síðar og virtist ætla að koma í veg fyrir fyrsta sigur Einherja en Bernadett Viktoria Szeles hélt þó ekki og skoraði undir lok leiksins.

Mikilvæg þrjú stig sem Einherji nær í og nú er liðið komið upp í 10. sæti með 3 stig á meðan KÁ er í neðsta sætinu og án stiga eftir fjóra leiki.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner