Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. júní 2022 19:08
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Hallsson hættur með ÍR
Arnar Hallsson hefur ákveðið að taka poka sinn
Arnar Hallsson hefur ákveðið að taka poka sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson er hættur með ÍR í 2. deildinni en þetta kemur fram í færslu Ástríðunnar í kvöld.

Arnar tók við ÍR-ingum í nóvember árið 2020 eftir að Jóhannes Guðlaugsson hætti störfum.

Liðið hafnaði í 8. sæti á fyrsta tímabili undir stjórn Arnars og komst þá í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Þetta tímabil hefur þó ekki byrjað eins og vel og hann hafði vonað en liðið hefur spilað sjö leiki og situr í 5. sæti deildarinnar með 11 stig.



Í færslu Ástríðunnar kemur fram að Arnar hafi ekki náð að leysa vandamál ÍR-inga og sagði þá úrslitin vonbrigði.

Ekki er ljóst hver tekur við keflinu af honum.

Arnar þjálfaði meistaraflokk Aftureldingar í tvö ár, Afturelding vann 2.deildina árið 2018 og festi sig í sessi í Inkasso-deildinni á næsta tímabili undir hans stjórn. Þar áður þjálfaði Arnar 4. og 3. flokk HK sem spilaði eftirtektarverðan fótbolta. Arnar er með UEFA-A þjálfaragráðu og hefur að auki sótt fjölda námskeiða bæði hérlendis og erlendis.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner