Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. júní 2022 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea færist nær Raheem Sterling
Jesus og Sterling gætu báðir verið á förum í sumar.
Jesus og Sterling gætu báðir verið á förum í sumar.
Mynd: EPA

Sky Sports greinir frá því að Chelsea er ekki langt frá því að festa kaup á Raheem Sterling, kantmanni Manchester City og enska landsliðsins.


Thomas Tuchel hefur miklar mætur á Sterling og vill fá hann til að fylla í skarðið sem Romelu Lukaku mun skilja eftir sig þegar hann fer aftur til Inter. Tuchel telur að Sterling muni henta leikstíl liðsins betur heldur en Lukaku.

Sky Sports greinir frá því að Chelsea þurfi að borga 60 milljónir punda til að fá Sterling til sín en aðrir fjölmiðlar telja upphæðina vera talsvert lægri eða í kringum 35 milljónir. Sterling á aðeins eitt ár eftir af samningnum við City.

Sterling hefur verið mikilvægur partur af sterku liði City og unnið til margra verðlauna með félaginu. Hann er 27 ára gamall og hefur í heildina skorað 131 mark í 339 leikjum fyrir City. Auk þess á hann 19 mörk í 77 landsleikjum.

Sterling er frá London, þar sem hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Queen's Park Rangers, og gæti ákveðið að flytja aftur í heimaborgina í sumar.


Athugasemdir
banner
banner