Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. júní 2022 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Everton hefur mikinn áhuga á Zinchenko
Mynd: EPA

Everton hefur mikinn áhuga á úkraínska vinstri bakverðinum Oleksandr Zinchenko sem er leikmaður Manchester City.


Pep Guardiola þarf að búa til pláss í leikmannahópi Man City og þar af leiðandi er Zinchenko, einn af fáum vinstri bakvörðum félagsins, falur í sumar. Guardiola vill kaupa Marc Cucurella, vinstri bakvörð Brighton sem kostar um 50 milljónir punda.

Nathan Aké og Joao Cancelo geta einnig spilað í vinstri bakvarðarstöðunni en þeir spila aðrar stöður að upplagi.

Zinchenko, 25 ára, hefur spilað 128 leiki á fimm árum hjá Man City, þar af 28 á síðustu leiktíð.

Hjá Everton myndi Zinchenko berjast við samlanda sinn Vitaliy Mykolenko um vinstri bakvarðarstöðuna.


Athugasemdir
banner
banner