Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. júní 2022 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Forgangsatriði að fá De Jong og Eriksen í þessum glugga
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United á Englandi, vill fá að minnsta kosti tvo leikmenn til félagsins í þessum glugga og er það í algjörum forgangi að fá inn þá Christian Eriksen og Frenkie de Jong.

Hollenska blaðið De Telegraaf birtir frétt í dag þar sem það fer yfir óskalista Ten Hag hjá United.

Þar er komið inná hversu mikilvægt það er fyrir hann að fá inn þá Christian Eriksen og Frenkie de Jong.

Hann telur þá báða mikilvæga leikmenn í því verkefni að endurbyggja liðið og að þeir eigi eftir að spila mikilvæga rullu. Ten Hag hefur því tjáð stjórn United að það sé í algjörum forgangi að semja við þá.

Eriksen er laus allra mála eftir að hafa spilað með Brentford seinni hluta síðustu leiktíðar en United er í erfiðri baráttu um hann. Bæði Brentford og Tottenham Hotspur vilja fá leikmanninn sem er talinn vilja búa áfram í Lundunúm.

Hinn leikmaðurinn er De Jong. Þessi 25 ára gamli miðjumaður hefur sætt sig við það að hann sé á förum frá Barcelona en United undirbýr nú annað tilboð í miðjumanninn. Börsunga vilja 73 milljónir punda fyrir leikmanninn.

„Erik ten Hag vill bara fá De Jong og Eriksen og engan annan. Hann hefur séð hvernig Barcelona og Ajax spila og ef þú vilt spila ákveðin sóknarbolta þá verður þú að hafa Frenkie," sagði hollenski blaðamaðurinn Marcel van der Kraan á Sky Sports."

Ten Hag hefur verið í sambandi við De Jong og sannfærði hann um að koma til United en spænsi miðillinn AS segir að leikmaðurinn hafi nú þegar tekið allt dót sitt úr klefa félagsins og sé klár í að mæta til Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner