banner
   sun 19. júní 2022 23:47
Brynjar Ingi Erluson
Galtier að taka við PSG
Christophe Galtier
Christophe Galtier
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain er við það að landa nýjum þjálfara en Christophe Galtier mun taka við stöðunni af Mauricio Pochettino á næstu dögum.

Búið er að reka Pochettino úr starfi en félagið á eftir að tilkynna það og má búast við þeirri tilkynningu bráðlega.

Félagið var í viðræðum við Zinedine Zidane en hann hafnaði liðinu í þriðja sinn á dögunum.

Nú er PSG búið að vera vinna í Christophe Galtier, þjálfara Nice, og ganga þær viðræður vel.

PSG þarf að greiða Nice 10 milljónir evra til að borga riftunarákvæðið í samningi hans og er félagið reiðubúið að gera það.

Galtier verður að öllum líkindum tilkynntur sem nýr þjálfari liðsins á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner