Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. júní 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Götze er með þrjá möguleika
Mario Götze.
Mario Götze.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Mario Götze er líklega á förum frá PSV Eindhoven í Hollandi og er hann með þrjá möguleika í stöðunni.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano segir frá því að Eintracht Frankfurt í Þýskalandi, Benfica í Portúgal og Inter Miami í Bandaríkjunum séu á eftir leikmanninum.

„Hann mun ákveða sig á næstu dögum,” segir Romano.

Götze þótti eitt sinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu er hann braust fram á sjónarsviðið með Borussia Dortmund. Hann skipti yfir til Bayern München og þar náði hann sér ekki á strik. Ferill hans hefur eiginlega aldrei farið almennilega á flug eftir tímann með Dortmund.

Hann hefur undanfarin tvö ár leikið með PSV Eindhoven í Hollandi. Þar lék hann undir stjórn Roger Schmidt, landa síns, en hann er núna tekinn við Benfica. Þess vegna er Benfica á eftir honum, en hin tvö félögin eru líka inn í myndinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner