sun 19. júní 2022 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er einmitt þjálfarinn fyrir svona lið"
Lengjudeildin
Brynjar Þór Gestsson.
Brynjar Þór Gestsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Þór Gestsson hefur stýrt Þrótti Vogum eftir að Eiður Ben Eiríkssyni var vikið frá störfum fyrr í sumar.

Vogamenn réðu Eið Ben til starfa eftir að Hermann Hreiðarsson hætti til að taka við ÍBV. Eiður var svo óvænt rekinn eftir aðeins fjóra leiki í Lengjudeildinni. Liðið var búið að sækja eitt stig í þessum fjórum leikjum.

Þróttur er einn með eitt stig, núna eftir fimm leiki spilaða.

„Ég held að Binni muni ná að blása lífi í Vogamenn. Það sem Binni Gests kemur með eru þessi svipuðu ‘element’ og Hemmi Hreiðars var með sem eru ‘element’ sem komu Þrótti upp. Nú þekki ég Eið mjög vel og hann var ekki að fara að spila á sömu gildum og Hemmi Hreiðars gerði. Þá ertu kannski búinn að taka mikið út úr liðinu sem náði árangrinum,” sagði Baldvin Borgarsson í Innkastinu.

„Ég segi að þeir verði sigurlausir eitthvað áfram. Það þarf að byggja þetta upp á nýtt,” sagði Sverrir Mar Smárason.

Þeir búast við því að Brynjar muni stýra Þrótti áfram. „Hann er einmitt þjálfarinn fyrir svona lið, stemningskall sem spilar á styrkleikum þess sem hann hefur. Hann er ekki að reyna að gera eitthvað sem liðið ræður ekki við,” sagði Baldvin. „Ég veit ekki hvort þeir bjargi sér frá falli en þeir geta aðeins spýtt í lófana og gert betur.”

Þróttur Vogum er að leika í fyrsta sinn í 1. deild, Lengjudeildinni, en þeir komust upp úr 2. deild í fyrra.
Innkastið - Óli Jó rekinn og fyrsta tap Blika
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner