Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. júní 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingibjörgu dreymir um Man Utd
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, var í skemmtilegu viðtali á RÚV á föstudag.

Í viðtalinu talaði hún um það að vilja spila fyrir Manchester United, eitt stærsta félag heims í framtíðinni. Ingibjörg hefur leikið með Vålerenga í Noregi síðustu ár og gert það ótrúlega vel. Hún hefur verið einn af betri varnarmönnum norsku deildarinnar.

„Ég klára þetta tímabil og næsta. Svo er samningur minn búinn,” sagði Ingibjörg í þættinum Förum á EM.

„Mig langar að prófa annað land og stærri deild, sjá hversu langt ég get náð. Það er gott að vita að hérna get ég þróað minn leik. Ég er klárlega að verða betri leikmaður svo það er ekkert stress.”

„Mig langar að prófa eitthvað meira samt,” sagði Ingibjörg og þegar hún var spurð hvort hún væri með eitthvað draumafélag, þá sagði hún:

„Núna þegar Manchester United er með kvennalið og þær eru að gera góða hluti, þá er það eitthvað sem væri erfitt að segja nei við.”

Kvennalið Man Utd var stofnað árið 2018 og er núna að berjast á toppnum í Englandi.

Ingibjörg verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner