Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 19. júní 2022 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Kolarov leggur skóna á hilluna
Kolarov var fyrirliði Serbíu og skoraði 11 mörk í 94 landsleikjum.
Kolarov var fyrirliði Serbíu og skoraði 11 mörk í 94 landsleikjum.
Mynd: Getty Images

Serbneski bakvörðurinn Aleksandar Kolarov er búinn að leggja skóna á hilluna eftir frábæran feril sem atvinnumaður í fótbolta.


Kolarov er 36 ára gamall og hefur verið hjá Inter síðustu tvö ár þar sem hann kom þó aðeins við sögu í fimmtán leikjum.

Þar áður lék Kolarov fyrir AS Roma, Manchester City og Lazio auk þess að eiga 94 landsleiki að baki fyrir Serbíu.

Kolarov var vinstri bakvörður og þekktur fyrir að vera með afar öflugan vinstri fót. Hann skoraði til að mynda 19 mörk á þremur árum hjá Roma, 21 mark fyrir Man City og 11 mörk með Lazio auk þess að vera duglegur að gefa stoðsendingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner