sun 19. júní 2022 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Tindastóll upp í annað sæti
Tindastóll vann góðan sigur á Fjölni
Tindastóll vann góðan sigur á Fjölni
Mynd: Hrefna Morthens
Linli Tu skoraði fyrir FHL
Linli Tu skoraði fyrir FHL
Mynd: Crossroads League
Tindastóll er komið upp í 2. sæti í Lengjudeild kvenna eftir góðan 2-0 sigur á Fjölni í dag.

Bryndís Rut Haraldsdóttir og Hannah Jane Cade sáu um að skora mörk Tindastóls í dag en Bryndís gerði fyrra markið á 16. mínútu áður en Cade gerði annað markið níu mínútum síðar.

Þessi sigur fleytir Stólunum upp í 2. sæti deildarinnar en liðið er með 16 stig, þremur stigum minna en topplið FH.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann þá Hauka 3-1. Heimakonur komust yfir með hjálp frá Haukum er Viktoría Valdís Guðrúnardóttir kom boltanum í eigið net á 12. mínútu en Íris Ósk Ívarsdóttir bætti við öðru á 34. mínútu áður en kínverska landsliðskonan Linli Tu gerði þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks.

Maria Munoz minnkaði muninn fyrir Hauka þegar tuttugu mínútur voru eftir en lengra komust Haukar ekki. FHL er í fimmta sæti með 14 stig en Haukar í níunda sæti með 3 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Fjarðab/Höttur/Leiknir 3 - 1 Haukar
1-0 Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('12 , Sjálfsmark)
2-0 Íris Ósk Ívarsdóttir ('34 )
3-0 Linli Tu ('54 )
3-1 Maria Fernanda Contreras Munoz ('72 )

Fjölnir 0 - 2 Tindastóll
0-1 Bryndís Rut Haraldsdóttir ('16 )
0-2 Hannah Jane Cade ('25 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner