Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 19. júní 2022 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
„Liverpool heppnir að krækja í Ramsay"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Liverpool staðfesti fyrr í dag kaup á Calvin Ramsay, 18 ára hægri bakverði frá Skotlandi.


Liverpool borgar rúmlega 4 milljónir punda fyrir Ramsay sem var algjör lykilmaður í liði Aberdeen á síðustu leiktíð.

„Það er enginn vafi að þetta er spennandi tækifæri fyrir Calvin og fjölskylduna hans. Akademían hérna í Aberdeen á skilið mikið hrós fyrir að þróa Calvin og gera hann að þeim leikmanni sem hann er í dag," sagði Jim Goodwin, knattspyrnustjóri Aberdeen.

„Liverpool eru mjög heppnir að krækja í Calvin. Tölfræðin hans á fyrri hluta tímabils var ótrúleg, hann var einn af bestu bakvörðum í heimi fyrir áramót.

„Ég hef engar efasemdir um að hann muni bæta sinn leik enn frekar hjá frábæru félagi eins og Liverpool."


Athugasemdir
banner
banner
banner