Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. júní 2022 19:59
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd undirbýr annað tilboð í De Jong
Erik ten Hag vonast til að fá Frenkie de Jong í glugganum
Erik ten Hag vonast til að fá Frenkie de Jong í glugganum
Mynd: Getty Images
Manchester United á Englandi undirbýr nú annað tilboð í hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong en þetta segir ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano í dag.

Þessi 25 ára gamli leikmaður hefur ákveðið að sætta sig við stöðuna hjá Barcelona og samþykkja það að ganga í raðir United en síðustu vikur hefur hann sagst ánægður hjá Barcelona og að hann vilji vera áfram þar.

Staðan er nú önnur og er hann reiðubúinn að yfirgefa félagið aðeins þremur árum eftir að hann kom frá Ajax.

De Jong er búinn að taka dót sitt úr klefanum á æfingasvæði félagsins eftir samtal við Erik ten Hag, stjóra United, en hann bíður nú eftir að félögin nái saman um kaupverð.

Barcelona vill fá 73 milljónir punda fyrir De Jong en United undirbýr nú annað tilboð í leikmanninn. Stjórn félagsins fundaði í dag og vonast nú til að ná samkomulagi við Barcelona eftir að það hafnaði 52 milljón punda tilboði á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner