Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. júní 2022 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Mikill áhugi á Phil Jones - Fulham leiðir kapphlaupið
Phil Jones
Phil Jones
Mynd: EPA
Phil Jones, varnarmaður Manchester United, er eftirsóttur af þremur félögum í ensku úrvalsdeildinni.

Jones, sem er 30 ára gamall, hefur verið á mála hjá United frá 2011 er hann kom frá Blackburn Rovers.

Hann hefur upplifað tímana tvenna hjá félaginu en Sir Alex Ferguson var stjóri liðsins er hann gekk í raðir United.

Síðustu ár hefur hann glímt við erfið meiðsli en hann snéri aftur á völlinn með aðalliðinu í byrjun árs er hann spilaði allan leikinn gegn Wolves.

Hann fékk aðeins fjóra leiki í deildinni á síðustu leiktíð en er nú á förum.

MARCA segir frá því í dag að fjögur lið í ensku úrvalsdeildinni eru á eftir leikmanninum en það eru Southampton, Leeds og Fulham.

Fulham er í bílstjórasætinu sem stendur. Það var fyrst greint frá þessu fyrir fjórum vikum en nú eru málin farin að þróast og má gera ráð fyrir frekari fregnum á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner