Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 19. júní 2022 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Norðurálsmót 2022 er hafið - Ísak Bergmann dómari
Ísak Bergmann Jóhannesson með ungum iðkendum í gær en hann dæmdi leiki á mótinu.
Ísak Bergmann Jóhannesson með ungum iðkendum í gær en hann dæmdi leiki á mótinu.
Mynd: Aðsend

Norðurálsmótið er haldið í 37.skipti á Akranesi dagana 16.-19.júní. Mótið hófst 16.júní með keppni 8.flokks drengja og stúlkna, 570 börn tóku þátt, 80 drengjalið og 18 stúlknalið. 


Föstudaginn 17.júní, á sjálfan þjóðhátíðardaginn, var mótið sett formleg með skrúðgöngu og setningu. 7.flokkur drengja keppir frá 17.-19.júní og eru 1150 drengir sem taka þátt í mótinu. Heildarfjöldi þátttakenda í Norðurálsmótinu í ár eru því um 1750 keppendur, eitt það fjölmennasta á Íslandi.

Norðurálsmótið er skipulagt á forsendum iðkenda, með það í huga að allir séu með í leiknum til að skapa jákvæða og skemmtilega upplifun barna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fótbolta.

Myndband frá fyrsta degi mótsins frá ÍATV:


Athugasemdir
banner
banner