Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. júní 2022 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford lögsækir egypskan kynþáttaníðing
Mynd: EPA

Marcus Rashford er einn þeirra fótboltamanna sem hafa orðið sem mest fyrir barðinu á kynþáttaníði og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum.


Hann er duglegur að lögsækja níðinga til að láta þá gjalda fyrir hegðun sína og vonandi læra af henni. Á dögunum var egypskur námsmaður með kynþáttaníð í garð Rashford og ákvað framherjinn að ráða egypskt lögfræðiteymi til að lögsækja manninn unga.

Rashford hefur ráðið tíu lögfræðinga í málið og heimtar 15 þúsund pund, eða 2,4 milljónir íslenskra króna, í skaðabætur.

Rashford hefur oft sagst vera orðinn þreyttur á kynþáttafordómum í fótboltaheiminum og ætlar að gera allt í sínu valdi til að berjast gegn þeim. Hann og landsliðsfélagi hans Bukayo Saka hafa lent fyrir miklum fordómum undanfarin misseri en þar áður var Raheem Sterling helsta skotmark rasistanna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner