Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. júní 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate eitthvað persónulega á móti Maddison
James Maddison.
James Maddison.
Mynd: EPA
Jack Wilshere, fyrrum landsliðsmaður Englands, telur að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sé með eitthvað á móti James Maddison.

Maddison var ekki valinn í síðasta landsliðshóp þrátt fyrir að hafa spilað rosalega vel með Leicester.

Southgate hefur áður valið Maddison í landsliðið en ekki upp á síðkastið. Hann spilaði sinn eina landsleik árið 2019.

Wilshere telur að Southgate hljóti að vera eitthvað persónulega á móti Maddison fyrst hann er ekki að velja hann. „Hann er með fleiri mörk og fleiri stoðsendingar Jack Grealish, Foden, [James] Ward-Prowse sem eru valdir í hópinn. Þetta hlýtur að vera persónulegt,” sagði Wilshere á Talksport.

Hann benti líka á það að Maddison væri í sjötta sæti yfir flest sköpuð færi í ensku deildinni.

Maddison hefur komið sér í vandræði utan vallar á sínum ferli, en það hafa Grealish og Foden líka gert. Það er því gild spurning af hverju Maddison fær ekki kallið í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner