Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. júní 2022 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Van Gaal að koma í veg fyrir félagaskipti Timber
Einhverjir stuðningsmenn Man Utd telja Van Gaal vera að reyna að koma höggi á sitt gamla félag eftir að leiðir skildu á slæman máta.
Einhverjir stuðningsmenn Man Utd telja Van Gaal vera að reyna að koma höggi á sitt gamla félag eftir að leiðir skildu á slæman máta.
Mynd: Getty Images

Varnarmaðurinn öflugi Jurriën Timber gæti verið hættur við að ganga í raðir Manchester United í sumar eftir samræður við hollenska landsliðsþjálfarann Louis van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóra Man Utd.


Timber vill ólmur fara með hollenska landsliðinu á HM í vetur en Van Gaal er búinn að vara hann við að missa sætið sitt í landsliðshópnum. Van Gaal ætlar einungis að velja leikmenn sem eru að fá spiltíma hjá sínum félagsliðum í haust og óttast hann að það verði ekki raunin varðandi Timber skipti hann yfir til Man Utd.

Rauðu djöflarnir voru nálægt því að ganga frá kaupum á Timber fyrr í júní en miðvörðurinn virðist hafa hætt við á síðustu stundu. Ef hann þarf að velja á milli HM og Man Utd verður stórmótið fyrir valinu.

Erik ten Hag knattspyrnustjóri Man Utd vill ólmur fá Timber til félagsins eftir að hafa þjálfað hann hjá Ajax.

Það er mikil samkeppni um miðvarðarstöðuna hjá Rauðu djöflunum þar sem Raphaël Varane, Harry Maguire og Victor Lindelöf vilja allir byrjunarliðssæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner