Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. júní 2022 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Veltur allt á Eriksen og De Jong"
Mynd: Getty Images

Marcel van der Kraan, ritstjóri De Telegraaf í Hollandi, ræddi við Sky Sports í dag um framtíðarplön Erik ten Hag með Manchester United.


Van der Kraan segir að miðjumennirnir Frenkie de Jong og Christian Eriksen séu í algjörum forgangi hjá Ten Hag og að framtíðarplönin snúist um að hafa þá í liðinu.

„Erik ten Hag er búinn að segja það skýrt við stjórn Man Utd að hann vill fá bæði Frenkie og Christian til liðs við sig. Ef hann fær ekki þessa tvo leikmenn þarf hann að breyta hugmyndum sínum og þeim leikstíl sem hann ætlaði að láta liðið spila," sagði Van der Kraan.

„Þetta veltur allt á þessum tveimur leikmönnum, hann vill enga aðra miðjumenn í staðinn. Hann vill spila ákveðinn sóknarþenkjandi leikstíl þar sem De Jong og Eriksen yrðu í miklu lykilhlutverki.

„Eriksen er kominn til baka eftir hjartasjokkið og sýndi hvað í sér býr með Brentford. Ten Hag sá það með eigin augun og er sannfærður."


Athugasemdir
banner