Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. júní 2022 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Vicario og Simeone seldir frá Cagliari - Hvert fara þeir næst?
Mynd: EPA

Cagliari er búið að staðfesta tvö félagaskipti þar sem markvörðurinn Guglielmo Vicario hefur verið seldur frá félaginu ásamt sóknarmanninum Giovanni Simeone.


Báðir leikmenn voru úti á láni er Cagliari féll óvænt úr efstu deild í vor. Vicario var frábær á milli stanganna hjá Empoli á meðan Simeone raðaði inn mörkunum með Verona.

Empoli borgar tæplega 10 milljónir era fyrir Vicario sem hefur verið orðaður við Lazio, Atalanta og Napoli meðal annars. Vicario er 25 ára gamall og var að spila sitt fyrsta heila tímabil í Serie A.

Verona greiðir 12 milljónir fyrir Simeone sem skoraði 17 mörk í 35 deildarleikjum og endaði sem fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar.

Simeone er gífurlega eftirsóttur og því eru góðar líkur á því að báðir þessir leikmenn verði seldir áfram í sumar.


Athugasemdir
banner
banner