Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 19. júní 2022 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Zidane segist enn hafa mikið fram að færa
Zinedine Zidane
Zinedine Zidane
Mynd: Getty Images
Franski þjálfarinn Zinedine Zidane segist enn hafa mikið fram að færa í fótboltanum en hann er tilbúinn að fara aftur út í þjálfun eftir að hafa tekið sér árshlé.

Zidane hætti með Real Madrid á síðasta ári en hann þjálfaði félagið tvisvar sinnum á fimm árum.

Hann gerði Madrídinga þrisvar sinnum að Evrópumeisturum og vann spænsku deildina í tvígang á tíma sínum þar en tók sér árshlé frá fótboltanum á síðasta ári.

Zidane hefur síðustu vikur verið í viðræðum við Paris Saint-Germain en hann hafnaði öllum þremur tilboðum liðsins en hann bíður eftir að Didier Deschamps hætti með franska landsliðið. Það er útlit fyrir að Deschamps hætti eftir HM í Katar.

„Já, ég tel mig hafa mikið fram að færa eða alla vega eitthvað. Ég vil halda áfram á sömu braut," sagði Zidane við Telefoot.

„Ég vil halda áfram og er enn með neistann. Fótbolti er ástríða mín. Ég er næstum fimmtíu ára gamall og er sáttur. Ég er ánægður og það er það mikilvægasta í þessu."
Athugasemdir
banner
banner