Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. júlí 2018 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alexis Sanchez kominn með landvistarleyfi í Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez komst ekki með Manchester United í æfingaferð til Bandaríkjanna á dögunum vegna mistaka í umsóknarferlinu um landvistarleyfi.

Nú hefur verið bætt úr mistökunum og mun Alexis fljúga yfir Norður-Atlantshafið og byrja að æfa með liðsfélögunum eins fljótt og auðið er.

Mikið hefur verið rætt um fjarveru Alexis og annarra leikmanna Rauðu djöflanna sem komust ekki með til Bandaríkjanna ýmist vegna meiðsla eða álags á heimsmeistaramótinu.

Alexis hefur verið að æfa einn á Carrington svæðinu undanfarnar vikur og talaði Jose Mourinho um að þetta væri mjög slæm byrjun á undirbúningstímabili Rauðu djöflanna.

Fyrsti keppnisleikur Man Utd á nýju tímabili verður 10. ágúst, á heimavelli gegn Leicester City.
Athugasemdir
banner
banner