fim 19. júlí 2018 10:30
Fótbolti.net
Lið 10. umferðar: Einn úr vonbrigðaliði fyrri umferðarinnar
Cristian Martinez er í markinu.
Cristian Martinez er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Karl og Kennie Chopart eru í liðinu.
Einar Karl og Kennie Chopart eru í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
10. umferðin í Pepsi-deild karla lauk á mánudaginn með tveimur leikjum. Umferðin fór fram á löngu tímabili bæði vegna HM og þátttöku íslensku liðanna í Evrópukeppninni.

Stórleikur umferðarinnar fór fram á Origo-vellinum þar sem Valur sigraði FH í hörkuleik 2-1. Þar voru Patrick Pedersen og Einar Karl Ingvarsson á skotskónnum. Þá átti Andri Adolphsson einnig góðan leik í liði Valsmanna.


Deginum áður, eða 19. júní mættust Stjarnan og ÍBV í Garðabænum og þar hafði Stjarnan einnig betur 2-1. Baldur Sigurðsson skoraði sigurmark Stjörnunnar sex mínútum fyrir leikslok. Liðsfélagi hans, Guðjón Baldvinsson er með honum í úrvalsliði umferðarinnar.

Í Grindvík náðu lærisveinar Srdjan Tufegdzic í KA í góðan útisigur einnig 2-1 með marki frá Ými Má Geirssyni í uppbótartíma. Cristian Martínez markvörður KA bjargaði þeim í leiknum með flottum vörslum og þá var Callum Williams öflugur í vörninni.

Sölvi Geir Ottesen bar af í liði Víkings í 1-0 sigri liðsins á lánlausum Keflvíkingum á heimavelli.

Inni í Egilshöllinni var markaveisla í leik Fylkis og KR sem endaði með 5-2 sigri gestanna. Þar skoraði Pálmi Rafn Pálmason tvö mörk en bestur í KR liðinu var þó Kennie Chopart.

Í Kópavoginum kom sigurmarkið í uppbótartíma frá Oliver Sigurjónssyni þegar Breiðablik sigraði Fjölni 2-1 í hörkuleik. Þar var miðjumaðurinn, Andri Rafn Yeoman manni bestur á vellinum.

Sjá einnig:
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner