Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 19. júlí 2018 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona ætlar að bjóða Dembele fyrir Hazard
Powerade
Hazard er gífurlega eftirsóttur eftir gott heimsmeistaramót.
Hazard er gífurlega eftirsóttur eftir gott heimsmeistaramót.
Mynd: FIFA
Golovin er einnig eftirsóttur eftir frábæra frammistöðu á HM.
Golovin er einnig eftirsóttur eftir frábæra frammistöðu á HM.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki BBC er á sínum stað í dag rétt eins og aðra daga og er úr nógu að taka þar sem aðeins nokkrar vikur eru eftir af enska félagaskiptaglugganum.



Barcelona ætlar að reyna að krækja í Eden Hazard, 27, með því að bjóða Ousmane Dembele, 21, í skiptum. (Onda Cero)

Marco Silva, stjóri Everton, hefur mikinn áhuga á Wilfried Zaha, 25, og Danny Welbeck, 27. (Mirror)

Liverpool er hætt við að kaupa Nabil Fekir, 25, vegna komu Alisson Becker, 25. (Daily Mail)

Maurizio Sarri vill fá tvo leikmenn Juventus, þá Gonzalo Higuain, 30, og Daniele Rugani, 23, til Chelsea. (Evening Standard)

Rugani hefur þegar komist að samkomulagi við Chelsea. Félagið þarf núna að komast að samkomulagi við Juve. (Sky Sports Italia)

Neymar, 26, mun hafna Real Madrid til að vera áfram hjá PSG svo lengi sem hann fær að vera kóngurinn áfram. (El Pais)

Chelsea leiðir kapphlaupið um rússneska miðjumanninn Aleksandr Golovin, 22. Golovin er leikmaður CSKA og gerði gott mót á HM, en Juventus, Mónakó og Arsenal hafa sýnt honum mikinn áhuga undanfarið. (Football London)

Nacho Monreal, 32, verður áfram hjá Arsenal sem neitaði að selja hann til Real Sociedad. (Mundo Deportivo)

Arsenal mun kynna komu Joel Lopez, 16, á næstu dögum. Lopez kemur úr uppeldisstarfi Barcelona. (London Evening Standard)

Manchester United er að íhuga að kaupa tvo leikmenn Bayern og einn úr Tottenham. Robert Lewandowski, 29, og Thiago Alcantara, 27, eru í Bayern á meðan Toby Alderweireld, 29, er í Spurs. (Independent)

Thiago Alcantara vill helst fara aftur til Barcelona ef sá möguleiki býðst. Hann hefur unnið þýsku deildina fimm sinnum á fimm árum með Bayern. (AS)

Matteo Darmian, 28 ára bakvörður Man Utd, verður kynntur á næstu dögum sem leikmaður Juventus. (Football Italia)

Fulham er að ganga frá kaupum á Aleksandar Mitrovic, 23 ára sóknarmanni Newcastle. Fulham mun greiða 20 milljónir punda fyrir Mitrovic, sem skoraði 12 mörk á láni hjá félaginu á síðasta tímabili. (London Evening Standard)

Tottenham er í viðræðum við Aston Villa um kaup á miðjumanninum Jack Grealish, 22. Villa vill minnst 30 milljónir punda fyrir hann. (Sky Sports)

Everton er að skoða Adnan Januzaj, 23. Januzaj er leikmaður Real Sociedad eftir að hafa leikið 50 deildarleiki á 4 árum með Man Utd. (Het Nieuwsblad)

Burnley er í viðræðum við Swansea um kaup á Alfie Mawson, 24, og Sam Clucas, 27. (Daily Mail)

Huddersfield er nálægt því að krækja í Adama Diakhaby, 22, og Anthony Limbombe, 24. Diakhaby er sóknarmaður Mónakó og Limbombe er kantmaður hjá Club Brugge. (The Sun)

Stoke ætlar að bjóða 8 milljónir punda í James Chester, 29 ára varnarmann Aston Villa, eftir að Villa hafnaði 5 milljónum fyrir hann á dögunum. (Daily Mail)

Stoke hefur einnig áhuga á Tom Ince, 26 ára kantmanni Huddersfield. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner