Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. júlí 2018 10:45
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 10. umferð: Fullkomið fótboltaveður og þá spilum við inni
Kennie Chopart - KR
Kennie Chopart fagnar einu af marki sínu í sumar.
Kennie Chopart fagnar einu af marki sínu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það ríkir mikil ást innan herbúða KR.
Það ríkir mikil ást innan herbúða KR.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Ég er ánægður með minn leik en ég er ánægðri með sigurinn og að við höfðum skorað fimm mörk í leiknum," sagði Kennie Chopart leikmaður KR sem var potturinn og pannan í liði KR í 5-2 sigri liðsins gegn Fylki í 11. umferð Pepsi-deildar karla sem lauk á mánudaginn.

Kennie átti þátt í þremur mörkum KR í leiknum. Hann er leikmaður umferðarinnar á Fótbolta.net.

Kennie er ánægður með sigurinn og segir erfitt að vera það ekki, eftir spilamennskuna hjá KR í leiknum.

„Við fengum samt sem áður á okkur tvö mörk sem við hefðum getað gert betur. Fyrir utan það þá er ég ánægður með leikinn og hvernig við komum inn í hann. Það voru allir að berjast frá fyrstu mínútu og alveg til loka," sagði Kennie

Fylkir spilar ennþá heimaleiki sína í Egilshöllinni og því fór leikurinn fram innandyra þrátt fyrir frábært veður utandyra.

„Fyrsti dagurinn þar sem það er sól úti og manni líður eins og það sé sumar, fullkomið fótboltaveður og þá spilum við inni," sagði Kennie og glotti. „En við gátum voða lítið gert í því og við urðum að taka því eins og það er. Hvort maður spilar inni eða úti skiptir ekki öllu máli, þótt ég myndi auðvitað alltaf velja það að spila úti."

KR er sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 17 stig, tveimur stigum á eftir FH sem eru í 4. sæti en 4. sætið gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. Kennie telur að KR eigi góða möguleika á að ná Evrópusæti.

„Við erum með gott lið og ef við höldum áfram að gera það sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum þá trúi ég því að við munum ná einu af Evrópusætunum."

KR mætir Stjörnunni í næstu umferð en Stjarnan er á miklu skriði í deildinni og hafa nú unnið sex leiki í röð.

„Stjarnan er með gott lið og þeir spila góðan fótbolta en eins og ég sagði áðan ef við gerum það sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum þá hef ég trú á því að við getum skákað þeim í næsta leik," sagði Kennie og bætti við að KR-ingar stefndu að sjálfsögðu á það að vinna alla þá leiki sem eftir eru í deildinni.

Domino's gefur verðlaun
Kennie fær pizzaveislu frá Domino's í verðlaun fyrir að vera leikmaður umferðarinnar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
Leikmaður 12. umferðar - Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
Leikmaður 11. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 9. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Leikmaður 5. umferðar - Sito (Grindavík)
Leikmaður 4. umferðar - Aron Jóhannsson (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 2. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner