Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. júlí 2018 16:28
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið ÍBV og Sarpsborg: Eyjamenn mættir til að sigra
Shahab komst nálægt því að skora fyrsta mark fyrri leiksins í Eyjum.
Shahab komst nálægt því að skora fyrsta mark fyrri leiksins í Eyjum.
Mynd: Raggi Óla
ÍBV heimsækir Sarpsborg í undankeppni Evrópudeildarinnar í dag án þess að hafa mikla trú á því að komast í næstu umferð.

Sarpsborg vann fyrri leikinn í Vestmannaeyjum með fjórum mörkum gegn engu og er markmið Eyjamanna í dag að halda hreinu og vinna leikinn.

Heimamenn gera fimm breytingar á sínu byrjunarliði milli leikja enda geta þeir leyft sér það með 4-0 forystu og á heimavelli.

ÍBV gerir aðeins tvær breytingar á sínu liði. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kemur úr liðinu rétt eins og Yvan Erichot. Sá síðarnefndi er enn að ná sér eftir að hafa fengið þungt höfuhögg snemma í fyrri leiknum.

Sigurður Arnar Magnússon og Alfreð Hjaltalín koma inn í byrjunarliðið í staðinn.

ÍBV
21 Halldór Páll Geirsson (m)
2 Sigurður Arnar Magnússon
5 David Atkinson
6 Dagur Hilmarsson
7 Kaj Leo i Bartalsstovu
8. Priestley Keithley
10. Shahab Zaheditabar
11. Sindri Magnússon (f)
18. Alfreð Hjaltalín
26. Felix Örn Fridriksson
30. Atli Arnarson

Sarpsborg
31 Aslak Falch (m)
4 Bjørn Utvik
10 Tobias Heintz
11 Joackim Jørgensen
14 Usman Muhammed
16 Joachim Thomassen (f)
17 Kristoffer Zachariassen
18 Mikkel Fauerholdt Agger
19 Kristoffer Larsen
22 Jon Helge Tveita
69 Patrick Mortensen

Athugasemdir
banner
banner
banner