Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. júlí 2018 14:47
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Stjörnunnar og Kalju: Eyjólfur Héðins kemur inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan heimsækir Nömme Kalju til Eistlands í síðari leik liðanna í 2. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.

Stjarnan er í góðum málum eftir heimaleikinn sem vannst með þremur mörkum gegn engu.

Stjörnumenn gera aðeins eina breytingu á byrjunarliðinu sem lagði Kalju á Íslandi. Það er Eyjólfur Héðinsson sem kemur inn á miðjuna fyrir Baldur Sigurðsson.

Heimamenn gera tvær breytingar á sínu liði. Deniss Tjapkin kemur inn á miðjuna og Pavel Londak tekur markmannssætið af Vitali Teles.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vefsíðu SportTV.

Stjarnan:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson (f)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
12. Heiðar Ægisson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson

Nömme Kalju:
96. Pavel Londak (m)
5. Maximiliano Uggè (f)
6. Deniss Tjapkin
7. Réginald Mbu Alidor
11. Liliu
15. Igor Subbotin
20. Aleksandr Volkov
22. Trevor Elhi
26. Andriy Markovych
33. Rimo Hunt
44. William Gustavo
Athugasemdir
banner