Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. júlí 2018 21:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Cazorla ekki enn orðinn 100% heill - Spilaði fyrir Villareal
Cazorla hefur verið mikið meiddur undanfarin ár.
Cazorla hefur verið mikið meiddur undanfarin ár.
Mynd: Getty Images
Eftir að hafa spilað leik fyrir Villarreal á þriðjudaginn hefur Santi Cazorla viðurkennt að hann sé ekki 100% heill.

Þessi fyrrum miðjumaður Arsenal hefur viðurkennt að hann sé að spila í gegnum sársaukann en hann er þessa stundina á mála hjá Villarreal.

Eins og við fjölluðum um í gær kom hinn 33. ára gamli leikmaður inn á í 1-1 jafntefli gegn Hercules en þetta var hans fyrsti leikur síðan í október árið 2016.

Ég er aðeins að hugsa um að losna við sársaukann eins fljótt og hægt er vegna þess að ég er ekki að njóta þess sem ég er að gera. Ég vil æfa með liðsfélögunum aftur og líða eins og fótboltamanni. Það er erfitt að útskýra hvernig það er að vera utan vallar í svona langan tíma, ” sagði Cazorla.

Að líða eins og fótboltamanni aftur, finna fyrir ástinni frá fólkinu og þeim móttökum sem það gaf mér.”

Vonandi nær Cazorla sér á strik en þessi geðþekki leikmaður á án efa nokkur ár inni, svo lengi sem honum tekst að ná sér heilum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner