Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. júlí 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Cesena og Bari gjaldþrota - 153 félög gjaldþrota á 16 árum
Hörður Björgvin Magnússon í leik með Cesena gegn Roma.
Hörður Björgvin Magnússon í leik með Cesena gegn Roma.
Mynd: Getty Images
Undanfarin 16 ár hafa 153 ítölsk knattspyrnufélög farið í gjaldþrot eða þurft að sameinast öðrum félögum. Þetta byrjaði allt þegar Fiorentina var rekið í þrot 2002.

Fyrr í vikunni var staðfest að B-deildarlið Bari og Cesena væru gjaldþrota. Bæði lið eiga sterkan grunn stuðningsmanna og var Bari síðast í Serie A tímabilið 2010-11 og Cesena 2014-15.

Samkvæmt þessari tölfræði hafa rétt tæplega 10 knattspyrnufélög lýst yfir gjaldþroti á hverju tímabili síðan 2002. Á þessu ári hafa Akragas, Modena, Mestre, Reggiana, Andria og Vicenza farið í gjaldþrot eða þurft að sameinast öðrum félögum.

Búist er við að nokkur félög lýsi yfir gjaldþroti á næstu vikum og eru Cuneo, Matera, Pro Piacenza og Avellino sérstaklega í hættu.

Bari og Cesena þurfa að skipta um nafn og eigendur til að fá að byrja uppá nýtt í ítölsku D-deildinni. Borgarstjórar Bari og Cesena fá nú vald yfir sitt hvoru félaginu og þurfa að finna nýja eigendur vilji liðin ekki hverfa af kortinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner