Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. júlí 2018 18:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Evrópudeildin: Stjarnan tapaði en komst samt áfram
Stjarnan er komið áfram í næstu umferð.
Stjarnan er komið áfram í næstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Nomme Kalju 1 - 0 Stjarnan
1-0 Rimo Hunt ('88 )

Síðari leik Stjörnunnar og Nomme Kalju frá Eistlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar er nýlokið. Stjarnan vann fyrri leik liðanna sannfærandi á heimavelli og fór með þriggja marka forskot inn í síðari leikinn.

Það var á brattann að sækja fyrir heimamenn í Nomme Kalju og Stjarnan náði að verjast stærsta hluta leiksins. Á 88. mínútu tókst Rimo Hunt að skora mark fyrir Nomme Kalju, það var eina mark leiksins.

Stjarnan er því komið áfram í næstu umferð Evrópudeildarinnar. ÍBV spilar þessa stundina við Sarpsborg og er 1-0 undir þegar þetta er skrifað. Þá mætir FH liði Lahti í Kaplakrika í kvöld.
Athugasemdir
banner