Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. júlí 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Halli Björns: Þurfum að eiga toppleik til að komast áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan heimsækir Kalju til Eistlands í undankeppni Evrópudeildarinnar í dag.

Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, er vel stemmdur fyrir leikinn enda hans menn í góðum málum eftir góðan 3-0 sigur í fyrri leiknum.

„Aðstæður hérna eru eins og þær gerast bestar, frábært hótel og góður matur. Veðrið hefur verið mjög gott, heitt og fínt," sagði Haraldur í samtali við Fótbolta.net.

Hann segir hópinn átta sig á því að viðureignin sé alls ekki búin þó heimaleikurinn hafi unnist með þriggja marka mun.

„Auðvitað voru úrslitin í fyrri leiknum frábær en það er bara hálfleikur og við þurfum að eiga toppleik í kvöld til að komast áfram. Við förum inní þennan leik af fullri hörku og til að vinna. Það er ekki planið hjá okkur að leggjast lágt niður á völlinn og bjóða þeim inní leikinn.

„Það hefur verið mikill stígandi í liðinu en við tökum einn leik í einu eins og við gerum alltaf."

Athugasemdir
banner
banner