fim 19. júlí 2018 21:21
Ingólfur Páll Ingólfsson
Inkasso-deildin: ÍA tapaði stigum - Fram með sigur
ÍA varð af stigum í toppbaráttunni.
ÍA varð af stigum í toppbaráttunni.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Tveimur leikjum er nú lokið í Inkasso deild karla þar sem Leiknir Reykjavík og ÍA áttust við auk þess sem Selfoss mætti Fram.

Fram mætti Selfossi í fjörugum leik. Fram var öllu betra í leiknum en helstu atriði leiksins má finna hér.

ÍA kíkti í heimsókn í Breiðholtið og þurfti á sigri að halda til þess að jafna Þór í toppsætinu. Leikurinn var einstaklega fjörugur þó að ekkert væri skorað og skiptust á að sækja.

ÍA fékk dauðafæri á 60. mínútu en Eyjólfur í marki Leiknis R varði skot Sævars Atla frábærlega. Það var mikill hiti í leiknum og þurfti dómarinn að taka á honum stóra sínum svo að ekki myndi sjóða uppúr. Ekkert var hinsvegar skorað og jafntefli niðurstaðan.

Selfoss 1 - 3 Fram
0-1 Helgi Guðjónsson ('35 )
0-2 Guðmundur Magnússon ('54 )
0-3 Tiago Manuel Silva Fernandes ('78 )
1-3 Gilles Daniel Mbang Ondo ('81 )

Leiknir R. 0 - 0 ÍA
Athugasemdir
banner
banner