banner
   fim 19. júlí 2018 20:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Inkasso-deildin: Þór með öflugan sigur á Haukum
Montejo jafnaði metin fyrir Þór í dag.
Montejo jafnaði metin fyrir Þór í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 4 - 1 Haukar
0-1 Arnar Aðalgeirsson ('13 )
0-1 Ármann Pétur Ævarsson ('37 , misnotað víti)
1-1 Alvaro Montejo Calleja ('53 , víti)
2-1 Ármann Pétur Ævarsson ('57 )
3-1 Bjarki Þór Viðarsson ('59 )
4-1 Óskar Elías Zoega Óskarsson ('77 )

Þór og Haukar áttust við í dag í Inkasso deild karla. Þór er í baráttunni um toppsæti deildarinnar á meðan Haukar eru óþægilega nálægt fallsætunum eftir leik dagsins.

Það byrjaði vænlega fyrir Hauka er þeir komust yfir með marki frá Arnari Aðalgeirssyni. Þórsarar misnotuðu vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Haukar fóru inn í hálfleikinn með eins marks forystu.

Á 53. mínútu fengu Þórsarar aðra vítaspyrnu eftir að brotið var á Ignacio innan teigs. Alvaro Montejo steig á punktinn og skoraði af öryggi. Fimm mínútum síðar bætti Ármann Pétur upp fyrir vítaspyrnuklúður sitt í fyrri hálfleik og kom Þór yfir í leiknum.

Það var eins og slökknað hefði á Haukum og einungis tveimur mínútum síðar var staðan orðin 3-1. Bjarki Þór var þá mættur á réttan stað og stangaði knöttinn í netið. Rothöggið kom svo á 77. mínútu þegar Óskar Elías skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

4-1 sigur Þórs staðreynd og þeir skella sér á toppinn í bili að minnsta kosti en hin liðin í kring eiga eftir eða eru að spila sína leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner