Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 19. júlí 2018 05:55
Hafliði Breiðfjörð
Ísland í dag - Evrópudeildin í Kaplakrika
FH á leik í Evrópudeildinni í kvöld gegn finnska liðinu Lahti. FH vann fyrri leikinn ytra 0-3.
FH á leik í Evrópudeildinni í kvöld gegn finnska liðinu Lahti. FH vann fyrri leikinn ytra 0-3.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjörnumenn fagna marki gegn Nömme Kalju sem þeir unnu 3-0 í síðustu viku.
Stjörnumenn fagna marki gegn Nömme Kalju sem þeir unnu 3-0 í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það er nóg að gerast fótboltanum hér á Íslandi í dag en hæst ber þó þrír leikir hjá íslensku liðunum í Evrópudeild UEFA.

Eini leikurinn af þeim þremur sem fer fram hér á landi er viðureign FH og finnska liðsins FC Lahti. FH er í vægast sagt góðri stöðu eftir 0-3 útisigur í síðustu viku.

Stjarnan er líka í góðri stöðu því liðið vann eistneska liðið Nömme Kalju 3-0 heima og leikur ytra klukkan 16:00. Þá er ÍBV í Noregi og mætir þar Sarpsborg í viðureign sem er í raun töpuð eftir 0-4 tap hér heima.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir alla leiki dagsins hér heima.

Evrópudeild UEFA
19:15 FH - FC Lahti
16:00 Nömme Kalju - Stjarnan
17:00 Sarpsborg - ÍBV

Inkasso deildin - 1. deild karla
18:00 Þór-Haukar (Þórsvöllur)
19:15 Selfoss-Fram (JÁVERK-völlurinn)
19:15 Leiknir R.-ÍA (Leiknisvöllur)

3. deild karla
19:15 KH-Ægir (Valsvöllur)

Inkasso deild kvenna
19:15 Fjölnir-Þróttur R. (Extra völlurinn)
19:15 Keflavík-ÍR (Nettóvöllurinn)

2. deild kvenna
19:15 Tindastóll-Völsungur (Sauðárkróksvöllur)

4. deild karla - D-riðill
20:00 ÍH-Kórdrengir (Ásvellir)
Athugasemdir
banner
banner
banner