Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 19. júlí 2018 20:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Luis Enrique ætlar að koma með nýja menn inn í landsliðið
Enrique er nýr þjálfari Spánar.
Enrique er nýr þjálfari Spánar.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, nýráðinn þjálfari spænska landsliðsins segir að hann muni glaður velja þá leikmenn sem hafa spilað mest fyrir landsliðið en tekur þó fram að hann útiloki ekki að taka nýja leikmenn inn í hópinn.

Sergio Ramos var fyrirliði landsliðsins á HM í sumar sem þótti valda vonbrigðum og duttu út í 16-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni gegn Rússlandi. Varnarmaðurinn er kannski ekki í uppáhaldi hjá þessum fyrrum þjálfara Barcelona en Enrique segir að það séu engin vandamál á milli þeirra.

Ég er ekki í neinum vandræðum með leikmenn, svo ég viti til. Það er ekkert vandamál með Ramos. Ég hef ekki ennþá talað við hann því ég þarf að koma mér fyrir fyrst,” sagði Enrique.

Fyrirliðar landsliða eru þeir sem hafa spilað flesta leiki. Minn fyrsti listi inniheldur 70 leikmenn. Ég verð að velja úr. Ég vildi gera þennan fyrsta lista því það verða einhverjar óvæntar breytingar. Við munum hafa gaman. ”

Það verða leikmenn sem hafa verið valdir, leikmenn sem hafa horfið og komið aftur og aðrir sem hafa aldrei spilað.

Forseti knattspyrnusambandsins á Spáni, Luis Rubiales hefur ítrekað að Enrique hafi verið eini þjálfarinn sem var talað við. Háværir orðrómar voru á kreiki um að Rafael Benitez hefði einnig verið inn í myndinni.

Ég vil þakka nýja þjálfaranum fyrir skuldbindingu hans til Spánar. Ég verð að segja að hann er eini þjálfarinn sem ég hafði samband við því að við vorum ekki í vafa um að við vildum fá hann,” sagði Rubiales.
Athugasemdir
banner
banner
banner