Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. júlí 2018 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mynd: Öflugur hópur Liverpool með mikla breidd
Liverpool ætti að geta gert góða hluti þó Salah meiðist.
Liverpool ætti að geta gert góða hluti þó Salah meiðist.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp hefur verið önnum kafinn á leikmannamarkaðinum í sumar og er þegar búinn að styrkja leikmannahóp Liverpool umtalsvert.

Markvörðurinn Alisson Becker verður kynntur á næstu dögum og kostar félagið um 67 milljónir punda. Hann verður þar með dýrasti markvörður sögunnar.

Virgil van Dijk varð dýrasti varnarmaður sögunnar þegar Liverpool keypti hann í janúar. Þá kostuðu Naby Keita og Fabinho einnig væna fúlgu fjárs en þeir eiga að bæta miðjuna.

Xherdan Shaqiri var svo fenginn á frábæru verði á dögunum og getur reynst afar mikilvægur skyldu Mohamed Salah eða Sadio Mane meiðast.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá mögulegt byrjunarlið Liverpool ásamt varamönnum, en á myndinni vantar Alex Oxlade-Chamberlain, sem verður frá stærstan hluta tímabilsins, og fyrirliðann Jordan Henderson.

Þá vantar einnig Divock Origi, Danny Ings og Lazar Markovic á myndina.




Athugasemdir
banner
banner
banner