Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 19. júlí 2019 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte um Lukaku: Vitið vel að ég kann vel við leikmanninn
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Inter er að reyna að fá Romelu Lukaku frá Manchester United. Antonio Conte, stjóri Inter, var ekkert að fela það þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá er Inter búið að bjóða 63 milljónir punda í Lukaku, en greiðslurnar munu þá skiptast yfir nokkur tímabil. United vill fá meira en 75 milljónir punda, það sem félagið borgaði til þess að fá hann frá Everton fyrir tveimur árum síðan.

Lukaku er í æfingaferð með United, en hefur ekkert spilað hingað til vegna meiðsla. Hann mun ekki spila þegar Man Utd mætir einmitt Inter á morgun.

Aðspurður að því hvort hann væri pirraður að því hversu illa það gengi að fá Lukaku, sagði Conte: „Pirraður er stórt orð. Lukaku er United leikmaður og það er raunveruleikinn."

„Þið vitið vel að ég kann vel við leikmanninn, ég reyndi að fá hann þegar ég var hjá Chelsea. En ég endurtek, Lukaku er leikmaður Manchester United. Ég ber mikla virðingu fyrir United."

Icardi og Nainggolan mega fara
Inter er bíða eftir því að selja argentíska sóknarmanninn Mauro Icardi, sem er ekki í plönum Conte. Icardi hefur verið orðaður við Juventus.

„Hann er ekki lengur hluti af verkefni Inter," sagði Conte um Icardi og bætti við að það sama ætti við belgíska miðjumanninn Radja Nainggolan. Báðir mega þeir finna sér ný félög.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner