Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. júlí 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Gummi Hilmars spáir í 13. umferðina í Pepsi Max
Gummi Hilmars.
Gummi Hilmars.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
KR fær Stjörnuna í heimsókn í stórleik umferðarinnar.
KR fær Stjörnuna í heimsókn í stórleik umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinnur HK þriðja leikinn í röð?
Vinnur HK þriðja leikinn í röð?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Guðmundsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í síðustu umferð í Pepsi Max-deild karla.

Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, spáir í leikina að þessu sinni.



Fylkir 3 - 1 ÍBV (16:00 á sunnudag)
Fylkismenn vilja rífa sig frá fallbaráttunni og koma sér í Evrópubaráttuna og þeir vinna nokkuð sannfærandi sigur gegn
Eyjamönnum sem ég sé að geti ekki bjargað sér frá falli þetta árið.

KA 1 - 1 ÍA (17:00 á sunnudag)
KA-menn hafa vonandi áttað sig á því að þeir eru í fallsæti og þeir ná að stöðva blæðinguna með því að ná í stig gegn nýliðunum. Sjálfstraustið er ekki mikið hjá strákunum hans Óla Stefáns en með seiglu og baráttu stöðva þeir taphrinuna.

Víkingur R. 1 - 2 Valur (19:15 á sunnudag)
Meistararnir landa sínum fjórða sigri í röð en koma til með að hafa mikið fyrir sigrinum gegn skemmtilegu Víkingsliði þar sem Patrick Pedersen skorar sigurmarkið.

KR 1 - 1 Stjarnan (19:15 á sunnudag)
Þreyttir en glaðir Stjörnumenn ná stigi á Meistaravöllum í miklum baráttuleik þar sem rauð spjöld gætu farið á loft. Stjörnumenn hafa oftar en ekki náð að stríða KR-ingum og ekki síst í Frostaskjólinu og það sama verður uppi á teningnum í þessum leik.

Breiðablik 1 - 0 Grindavík (19:15 á mánudag)
Blikarnir mæta til leiks frekar daufir í dálkinn eftir fallið úr Evrópudeildinni en ná að kreista fram baráttusigur gegn sterku varnarliði Grindvíkinga með marki frá Gísla Eyjólfssyni seint í leiknum.

HK 0 - 2 FH (19:15 á mánudag)
Það eru stór skörð höggvin í HK-liðið þar sem Ásgeir Marteinsson og Bjarni Gunnarsson taka út leikbann. Það munar um minna! FH nær að vinna sinn þriðja sigur í röð gegn góðum nýliðum HK með mörkum frá Steven Lennon og Birni Daníel Sverrissyni.

Sjá einnig:
Gói Sportrönd (5 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (3 réttir)
Lárus Guðmundsson (3 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Davíð Smári Helenarson (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Böðvar Böðvarsson (1 réttur)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner