fös 19. júlí 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Leik Breiðabliks og Grindavíkur frestað - Verður á mánudaginn
Breiðablik mætir Grindavík á mánudaginn.
Breiðablik mætir Grindavík á mánudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að fresta leik Breiðabliks og Grindavíkur í 13. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Liðin áttu að mætast á sunnudaginn klukkan 16:00 en leiknum hefur verið frestað um rúman sólarhring og verður á mánudag klukkan 19:15.

Breiðablik datt út úr Evrópudeildinni í gær eftir tap gegn Vaduz en liðið fær nú auka dag í hvíld fyrir leikinn á mánudag.

Leikirnir í 13. umferð:

Sunnudagur:
16:00 Fylkir-ÍBV (Würth völlurinn)
17:00 KA-ÍA (Greifavöllurinn)
19:15 KR-Stjarnan (Meistaravellir)
19:15 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)

Mánudagur:
19:15 Breiðablik-Grindavík (Kópavogsvöllur)
19:15 HK-FH (Kórinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner