Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 19. júlí 2019 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikar kvenna: Selfoss spilar til úrslita
Grace Rapp skoraði markið sem skildi liðin að.
Grace Rapp skoraði markið sem skildi liðin að.
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Fylkir 0 - 1 Selfoss
0-1 Grace Rapp ('75 )
Lestu nánar um leikinn

Selfoss spilar til úrslita í Mjólkurbikar kvenna gegn annað hvort Þór/KA eða KR.

Selfyssingar tryggðu sér farseðilinn á Laugardalsvöll með sigri gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Fylkir hefur átt í basli í Pepsi Max-deildinni að undanförnu, en á leið sinni í úrslitaleikinn vann liðið meðal annars Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks.

Selfoss hefur verið á góðu róli að undanförnu og komu þær inn í þennan leik á þriggja leika sigurgöngu í deildinni.

Bæði lið hefðu getað skorað í fyrri hálfleiknum en staðan að honum loknum var markalaus. Snemma í seinni hálfleik fékk Marija Radojicic gott færi til að skora fyrir Fylki, en hún skallaði fram hjá markinu.

Nokkrum mínútum síðar komst Hólmfríður Magnúsdóttir ein í gegn en hin stórefnilega Cecilía í marki Fylkis sá við reynsluboltanum.

Bæði lið ætluðu sér að vinna þennan leik og það var alveg ljóst. Á 75. mínútu kom fyrsta mark leiksins og það gerði Grace Rapp eftir fyrirgjöf Önnu Maríu Friðgeirsdóttur.

Þetta var fyrsta og eina mark leiksins. Selfyssingar spila til úrslita í Mjólkurbikarnum! Þess má geta að Selfoss lék síðast í úrslitum bikarsins 2015 og tapaði þá 2-1 fyrir Stjörnunni.

Á morgun mætast KR og Þór/KA.
Athugasemdir
banner
banner