Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. júlí 2019 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar Örn er byrjaður að æfa með Rubin Kazan
Viðar Örn fyrir miðju.
Viðar Örn fyrir miðju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson er að ganga í raðir Rubin Kazan í Rússlandi.

Rubin birti mynd á Twitter í dag þar sem er sagt frá því að Viðar sé byrjaður að æfa með liðinu og frekari upplýsinga sé að vænta.

Viðar Örn er fæddur árið 1990 og uppalinn á Selfossi en hann hefur undanfarna mánuði verið á láni frá Rostov hjá sænska liðinu Hammarby. Hann gerði 7 mörk í 15 leikjum fyrir Hammarby.

Við greindum frá því á mánudag að Viðar væri á leið til Rubin Kazan. Hann verður lánaður þangað.

Viðar hefur spilað 21 landsleik og gert 3 mörk fyrir íslenska landsliðið.

Rubin Kazan hafnaði í 11. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Í fyrsta leik sínum á þessu tímabili gerði liðið 1-1 jafntefli gegn Lokomotiv Moskvu.


Athugasemdir
banner
banner