Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. júlí 2019 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Wolves í viðræðum við framherja Milan
Patrick Cutrone gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina
Patrick Cutrone gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Enska spútnikliðið Wolves er í viðræðum við ítalska félagið AC Milan um kaup á ítalska framherjanum Patrick Cutrone en þetta herma heimildir Sky.

Cutrone er 21 árs gamall og uppalinn hjá Milan þrátt fyrir ungan aldur þá á hann sæti í ítalska landsliðinu.

Hann spilaði einn leik á sínu fyrsta tímabili en tímabilið 2017-2018 sprakk hann út.

Cutrone skoraði þá 18 mörk í 46 leikjum og vakti heimsathygli en á síðsata tímabili gerði hann aðeins 9 mörk í öllum keppnum.

Samkvæmt Sky er Wolves í viðræðum við Milan um kaup á honum en ítalska félagið vill 23 milljónir punda.

Milan þarf að passa sig eftir að liðið var dæmt úr Evrópukeppni fyrir brot á fjármálareglum og neyðist því liðið til að selja frá sér leikmenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner