Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. júlí 2020 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Fyrstu mörk Samiru og fyrstu stig Sindra
Samira skoraði tvennu fyrir Sindra.
Samira skoraði tvennu fyrir Sindra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri 3 - 0 Fram
1-0 Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir ('23)
2-0 Samira Suleman ('42)
3-0 Samira Suleman ('54)

Sindri fór með sigur af hólmi er liðið mætti Fram á heimavelli í 2. deild kvenna í dag.

Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir kom Sindra í 1-0 og Samira Suleman tvöfaldaði forystuna rétt fyrir leikhlé.

Samira var aftur á ferðinni snemma í seinni hálfleiknum og þar við sat. Þetta eru fyrstu mörk Samiru í sumar og gott fyrir hana að vera komin á blað.

Það er ekki bara hún sem er komin á blað því þetta eru fyrstu stig Sindra í sumar. Liðið er núna komið af botni deildarinnar og upp í það sjöunda með þrjú stig. Fram er á botni deildarinnar með eitt stig eftir fimm leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner