Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. júlí 2020 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Kári og Viktor Unnar skoruðu í sigri Smára
Kári er fyrrum fyrirliði Blika.
Kári er fyrrum fyrirliði Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Smári 2 - 1 Hörður Í.
1-0 Kári Ársælsson ('3)
2-0 Viktor Unnar Illugason ('35)
2-1 Guðmundur Arnar Svavarsson ('67, víti)

Smári lagði Hörð frá Ísafirði að velli þegar liðin áttust við í D-riðli 4. deildar karla í Fagralundi í dag.

Varnarmaðurinn sterki Kári Ársælsson kom Smára yfir eftir aðeins þrjár mínútur og komust heimamenn í 20 eftir rúman hálftíma þegar Viktor Unnar Illugason skoraði.

Guðmundur Arnar Svavarsson náði að minnka muninn um miðbik síðari hálfleiks úr vítapsyrnu, en lengra komust gestirnir ekki og lokatölur 2-1.

Smári er í fimmta sæti riðilsins með níu stig eftir sjö leiki. Hörður er með þrjú stig í áttunda og neðsta sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner