sun 19. júlí 2020 19:07
Kristófer Jónsson
Byrjunarlið Breiðabliks og Vals: Anton Ari mætir gömlu félögunum
Anton Ari varð Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018.
Anton Ari varð Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018.
Mynd: Hulda Margrét
Aron Bjarna mætir á sinn gamla heimavöll.
Aron Bjarna mætir á sinn gamla heimavöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 20:00 hefst stórleikur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild karla.

Breiðablik situr fyrir leikinn í þriðja sæti deildarinnar með 11 stig á meðan að Valsarar eru í því fimmta með 10 stig. Byrjunarliðin er nú klár.

Blikar gera tvær breytingar frá tapleiknum gegn KR. Viktor Karl Einarsson er í leikbanni og því ekki með í dag og þá sest Davíð Ingvarsson á bekkinn. Inn í þeirra stað koma þeir Kristinn Steindórsson og Kwame Quee.

Valsarar mættu Stjörnunni í síðustu umferð og gerðu þar markalaust jafntefli. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, mætir með óbreytt lið á Kópavogsvöllinn. Liðin má sjá hér að neðan.

Lestu beina textalýsingu hér

Byrjunarlið Breiðabliks:
12. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Thomas Mikkelsen
10. Brynjólfur Willumsson
20. Kristinn Steindórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
77. Kwame Quee

Byrjunarlið Vals:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
13. Rasmus Christiansen
14. Aron Bjarnason
19. Lasse Petry
24. Valgeir Lunddal Friðriksson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Lestu beina textalýsingu hér
Athugasemdir
banner
banner
banner