sun 19. júlí 2020 16:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Barnsley á enn von eftir dramatískt sigurmark
Stjórinn Gerhard Struber fagnar með Schmidt eftir markið.
Stjórinn Gerhard Struber fagnar með Schmidt eftir markið.
Mynd: Getty Images
Barnsley 1 - 0 Nott. Forest
1-0 Patrick Schmidt ('90 )

Seinni leik dagsins í ensku Championship deildinni er lokið. Í fyrri leiknum sigraði Leeds gegn Derby á útivelli.

Sjá einnig:
Championship: Leeds fagnaði úrvalsdeildarsætinu og titlinum með endurkomusigri

Barnsley þurfti á sigri að halda gegn Nottingham Forest í dag til að eiga von um að halda sæti sínu í deildinni.

Það tóks á dramatískan hátt því Patrick Schmidt skoraði á 92. mínútu og tryggði sigurinn. Barnsley er nú tveimur stigum frá öruggu sæti en liðið mætir Brentford í lokaumferðinni. Brentford var taplaust frá því í febrúar þangað til í gær og Brentford á enn möguleika á 2. sætinu í lokaumferðinni og því gæti leikurinn reynst afar snúinn fyrir Barnsley.

Nottingham, Cardiff og Swansea berjast um tvö laus sæti í umspilinu en Swansea stendur áberandi verst að vígi með þremur stigum minna en hin tvö.

Hull er svo gott sem fallið en liðið þarf á gífurlega stórum sigri að halda í lokaumferðinni og tapi hjá Charlton og Luton að halda til að halda sér uppi.

Barnsley er með 46 stig, Luton er með 48 eins og Charlton og Birmingham og Middlesbrough eru með 50 stig. Huddersfield er svo með 51 stig í 18. sætinu og þurfa stjarnfræðilega margir hlutir að gerast til að það falli. Ekkert af þessum liðum mætast innbyrðis í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner