sun 19. júlí 2020 15:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Aron Elís sneri aftur þegar OB komst áfram í Evrópudeildarumspilinu
Aron Elís sneri aftur eftir meiðsli.
Aron Elís sneri aftur eftir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danmörk Evrópudeildarumspil
OB Odense 2 - 0 Randers

OB og Randers mættust í seinni leik liðanna í Evrópudeildarumspilinu í dönsku Superliga. Randers vann fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn einu á heimavelli.

OB lék á heimavelli í dag og náði að sigra með tveggja marka mun og fer því áfram í næstu umferð umspilsins.

Aron Elís Þrándarson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik eftir fimm leikja fjarveru vegna meiðsa. Aron lék allan seinni hálfleikinn.

OB mætir Horsens í næstu umferð. Horsens sat hjá í þessari umferð, liðið átti að mæta SönderjyskE en þar sem SönderjyskE var öruggt með Evrópudeilarsæti eftir sigur í bikarkeppninni fór liðið ekki í þetta umspil.

Danska B-deildin
Vejle 1-1 Viborg

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Vejle sem tók á móti Viborg í dönsku B-deildinni í dag. Viborg tryggði sér sæti í efstu deild í síðustu viku og mætti liðið Viborg, sem endar í 2. sæti deildarinnar í dag. Leikar enduðu með jafntefli og lék Kjartan fyrri hálfleikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner