sun 19. júlí 2020 16:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Howe: Örlögin úr okkar höndum - Hefði verið mark í fyrra
Sam Surridge þegar markið var dæmt ógilt.
Sam Surridge þegar markið var dæmt ógilt.
Mynd: Getty Images
„Að einhverju leyti endurspeglast öll okkar leiktíð í þessum úrslitum," sagði Eddie Howe, stjóri Bournemouth, eftir 0-2 tap gegn Southampton á heimavelli í dag. Leikurinn var liður í 37. umferð, þeirri næstsíðustu, í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta var vondur snúningur á hlutunum [í restin]. Við höfðum lagt svo mikið á okkur að skapa færin sem við þurftum og þú hugsar á þessu augnabliki að þú sért að uppskera," segir Howe og vitnar þar í markið sem dæmt var af Sam Surridge í uppbótartíma og hefði tryggt jafntefli. Í staðinn var það dæmt af vegna rangstöðu og Southampton skoraði svo seinna mark sitt á 8. mínútu uppbótartíma.

„Við vorum stundum nálægt því að jafna og ef þetta hefði verið á síðustu leiktíð þá hefði þetta mark talið. Þetta særði okkur andlega á þessu augnabliki."

„Vítavarslan var lykill því við þurftum á henni að halda og það jók okkar trú. Því miður tókst okkur ekki að nýta það augnablik."

„Við verðum enn að trúa á að þetta sé möguleiki. Þetta er erfitt og örlögin eru úr okkar höndum. Við þurfum að bíða og sjá,"
sagði Howe að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner