Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. júlí 2020 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver verður í markinu hjá ÍR-ingum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR leitar núna leiða til þess að leysa meiðslavandræði í markvarðarstöðunni.

Helgi Freyr Þorsteinsson, markvörður liðsins, fór meiddur af velli í jafntefli gegn Njarðvík á föstudagskvöld. Sigurður Karl Gunnarsson, varnarmaður ÍR, fór í markið og kláraði leikinn.

Sigurður Karl þurfti að fara í markið þar sem enginn varamarkvörður var á bekknum. Aðrir markverðir eru fjarri góðu gamni.

Næsti leikur ÍR er útileikur gegn Haukum á miðvikudag og leitar núna Breiðholtsfélagið leiða til að leysa vandamál sína í markvarðarstöðunni fyrir þann leik.

„Það er staðan. Ég var bara að koma úr símtali núna til þess að fara í þau mál þannig að það verður væntalega leyst fyrir næsta leik," sagði Jóhannes Guðlaugsson, þjálfari ÍR, í viðtali við Fótbolta.net sem má sjá hér að neðan.

„Annað hvort erum við að fá undanþágu, eins og gengur þegar markmennirnir fara í meiðsli, eða þá að við skoðum aðra lausn."
Jóhannes Guðlaugs: Vont mál að missa markmanninn útaf með þessum hætti
Athugasemdir
banner
banner
banner