Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. júlí 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnamenn brattir á að ævintýrið taki ekki enda
Núll stig eftir sex leiki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni er á botni Lengjudeildar karla með engin stig eftir sex umferðir. Rétt eins og Þróttur Reykjavík.

Magnamenn hafa bjargað sér á ævintýralegan hátt síðustu tvö tímabil og haldið sér uppi í Lengjudeildinni og þeir eru brattir á því að það takist í þriðja skiptið.

„Miðað við þennan leik og kraftinn í okkur í þessum leik, hvað okkur langaði mikið til að vinna þá hef ég bara bullandi trú á liðinu á að við höldum okkur uppi. Klárlega," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna, eftir 2-1 tap gegn Leikni í Breiðholti í gær.

Baldvin Ólafsson, reynslubolti í liði Magna, tók í svipaðan streng en hann vill sleppa við það að bjarga sér í síðustu umferð eins og undanfarin tvö ár.

„Við tökum þetta nákvæmlega eins og síðustu tvö ár. Við ætlum bara ekki að vera í síðasta leik að tryggja okkur. Það er bara áfram gakk," sagði Baldvin.

Næsti leikur Magna er nágrannaslagur við Þór næstkomandi miðvikudagskvöld.
Sveinn Þór: Var að elska að spila leikinn á hliðarlínunni
Baldvin Ólafsson: Fyrsta sjálfsmarkið á ferlinum
Athugasemdir
banner
banner
banner